Ísland tekur þátt í Heimsmeistaramóti U19 í Lima í Perú í nóvember

Badmintonsamband Íslands mun senda lið til þátttöku á Heimsmeistaramót U19 landsliða og einstaklinga í nóvember. Keppnin fer fram í Lima í Perú dagana 4. - 15. nóvember.

Helgi Jóhannesson unglingalandsliðsþjálfari hefur valið hópinn en hann skipa:

  • Kristófer Darri Finnsson TBR
  • Pálmi Guðfinnsson TBR
  • Alda Karen Jónsdóttir TBR
  • Arna Karen Jóhannsdóttir TBR

Liðakeppnin fer fram 4. - 8. nóvember og einstaklingskeppnin 10. - 15. nóvember. Íslenski hópurinn flýgur út þann 31. október.

Dregið verður í liðakeppnina mánudaginn 12. október og síðar í einstaklingskeppnina.

Smellið hér til að lesa meira um Heimsmeistaramót U19.

Skrifað 6. oktober, 2015
mg