Úrslit Unglingamóts KA

Unglingamót KA var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista.

Í flokki U11 vann Sindri Sigurðarson Samherjum í flokki snáða og ekki var keppt í flokki U11 snóta.

Í flokki U13 vann Jón Hrafn Barkarson TBR Gústav Nilsson TBR í úrslitum eftir æsispennandi leik 21-19 og 22-20 í einliðaleik hnokka. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR vann Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA í úrslitum 21-5 og 21-8 í einliðaleik táta. Jón Hrafn Barkarson og Stefán Árni Arnarsson TBR unnu tvíliðaleik hnokka er þeir unnu í úrslitaleik Hákon Daða Gunnarsson og Steinþór Emil Svavarsson BH 21-12 og 21-8. Tvíliðaleik táta unnu Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Árnadóttir TBR sem unnu í úrslitum Karen Guðmundsdóttur BH og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21-13 og 21-3. Tvenndarleik í flokki U13 unnu Jón Hrafn Barkarson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Þau unnu í úrslitum Tristan Sölva Jóhannsson og Maríu Rún Ellertsdóttir ÍA 21-16 og 21-7. Jón Hrafn og Júlíana Karitas unnu því bæði þrefalt á mótinu.

Í flokki U15 vann Brynjar Már Ellertsson ÍA. Hann vann í úrslitum í einliðaleik Magnús Daða Eyjólfsson KR 21-7 og 21-14. Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS vann einliðaleik meyja en hún sigraði í úrslitum Karolinu Prus KR 21-18 og 21-19. Tvíliðaleik sveina unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Magnús Daði Eyjólfsson KR sem sigruðu í úrslitum Friðrik Gauta Stefánsson og Gísla Martein Baldvinsson TBS 21-14 og 21-15. Tvíliðaleik meyja unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH sem unnu í úrslitum Björk Orradóttur og Evu Margit Atladóttur TBR eftir oddalotu 17-21, 21-19 og 21-16. Tvenndarleik í flokki U15 unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMDS sem unnu í úrslitum Magnús Daða Eyjólfsson og Karolinu Prus KR 21-13 og 21-13. Brynjar Már vann þrefalt á mótinu.

Í flokki U17 vann Daníel Ísak Steinarsson TBR Eystein Högnason TBR í úrslitum 22-20 og 21-14 í einliðaleik drengja. Þórunn Eylands TBR vann Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA í úrslitum í hörkuspennandi leik 21-19 og 24-22 í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel Ísak Steinarsson og Einar Sverrisson TBR en þeir unnu í úrslitum Bjarna Þór Sverrisson og Eystein Högnason TBR 28-26 og 21-16. Tvíliðaleik telpna unnu Andrea Nilsdóttir og Erna Katrín Pétursdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Sigríði Ásu Guðmarsdóttur og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur TBS 21-7 og 21-11. Í tvenndarleik í flokki U17 unnu Daníel Ísak Steinarsson og Andrea Nilsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Einar Sverrisson TBR og Þórunni Eylands TBR eftir oddalotu 22-20, 19-21 og 21-14. Daníel Ísak vann því þrefalt á mótinu.

Í flokki U19 vann Kristófer Darri Finnsson TBR í úrslitum Pálma Guðfinnsson TBR eftir oddalotu 21-16, 20-22 og 21-14 í einliðaleik pilta. Einliðaleik stúlkna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en hún vann í úrslitum Marrgéti Dís Stefánsdóttur TBR 21-11 og 21-11. Tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR sem unnu Elvar Má Sturlaugsson ÍA og Hauk Gylfa Gíslason Samherjum í úrslitum 21-12 og 21-16. Arna Karen Jóhannsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR unnu í tvíliðaleik stúlkna Margréti Dís Stefánsdóttur og Þórunni Eylands TBR eftir oddalotu 21-12, 20-22 og 21-11. Tvenndarleik unnu Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR sem unnu Pálma Guðfinnsson og Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR í úrslitum 21-16 og 21-18. Kristófer Darri vann því tvöfalt á mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti KA.

Skrifađ 5. oktober, 2015
mg