Unglingamót KA er um helgina

Annað mót Dominos unglingamótaraðar BSÍ, Unglingamót KA, er um helgina.

Alls taka 107 keppendur þátt frá sjö félögum, BH, ÍA, KR, Samherjum, TBR, TBS og UMFS þátt í mótinu.
Keppt er í flokkum U11, U13, U15, U17 og U19 í öllum greinum. Leiknir verða 213 leikir á mótinu.

Mótið hefst klukkan 9 á laugardag og lýkur um klukkan 14:30 á sunnudeginu. Leikið verður í KA heimilinu á Akureyri.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifađ 30. september, 2015
mg