Úrslit Atlamóts ÍA

Þriðja mót Dominos mótaraðar BSÍ, Atlamót ÍA, var um helgina.

Í meistaraflokki vann Atli Jóhannesson TBR Egil G. Guðlaugsson ÍA í úrslitum einliðaleiks karla eftir oddalotu 13-21, 21-12 og 21-17. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli. Margrét Jóhannsdóttir stóð uppi sem sigurvegari en hún vann báða sína leiki, gegn Söru Högnadóttur TBR og Þorbjörgu Kristinsdóttur TBR. Í tvíliðaleik karla sigruðu Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen TBR eftir sigur á Daníel Jóhannessyni og Einari Óskarssyni TBR í úrslitum 21-19 og 21-12. Sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna voru Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR en þær unnu í úrslitum Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur TBR 21-7 og 21-17. Í tvenndarleik sigurðu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR er þau unnu í úrslitum Atla Jóhannesson og Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR 21-13 og 21-16.

Í A-flokki sigraði Sigurður Eðvarð Ólafsson BH í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Hauk Gylfa Gíslason Samherjum 21-16 og 21-19. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli líkt og í meistaraflokki. Andrea Nilsdóttir vann báða sína leiki og vann því riðilinn. Hún vann Þórunni Eylands TBR og Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA.
Í tvíliðaleik karla unnu Aron Óttarsson og Guðjón Helgi Auðunsson TBR eftir úrslitaleik gegn Elvari Má Sturlaugssyni ÍA og Hauki Gylfa Gíslasyni Samherjum 23-25, 21-19 og 21-17. Andrea Nilsdóttur og Erna Katrín Pétursdóttir TBR unnu tvíliðaleik kvenna en þær unnu Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA og Þórunni Eylands TBR eftir oddalotu í hörkuspennandi leik 21-17, 18-21 og 21-18. Í tvenndarleik sigruðu Einar Sverrisson pg Þórunn Eylands TBR. Þau unnu í úrslitum Elvar Má Sturlaugsson og Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA 21-17 og 21-10.

Í B-flokki vann Eysteinn Högnason TBR einliðaleik karla. Hann sigraði í úrslitum eftir oddalotu Einar Sverrisson 13-21, 21-14 og 21-18. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli. Erna Katrín Pétursdóttir TBR vann riðilinn en hún vann alla leiki sína sem voru gegn Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH, Sunnu Karen Ingvarsdóttur Aftureldingu og Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur ÍA. Tvíliðaleik karla unnu Askur Máni Stefánsson og Garðar Hrafn Benediktsson BH. Þeir unnu í úrslitum Einar Sverrisson og Frey Hlynsson TBR eftir oddalotu 15-21, 21-17 og 21-16. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Í tvenndarleik unnu Egill Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu sem sigruðu Bjarna Þór Sverrisson og Ernu Katrínu Pétursdóttur TBR í úrslitum 21-13 og 25-23.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Atlamóti ÍA.

Skrifað 27. september, 2015
mg