Magnús og Daniel áfram í tvíliðaleik

Magnús Ingi Helgason og írskur félagi hans, Daniel Magee, tryggðu sér í kvöld þátttökurétt í aðalkeppni tvíliðaleiks karla á Swedish International Stockholm sem fram fer á morgun.

Magnús og Daniel sigruðu í úrslitaleik um sæti í aðal mótinu Eistana Rainer Kaljumae og Tauno Tooming 19-21, 21-15 og 21-12. Fyrr í dag sigruðu þeir sterkt par frá Hvítarússlandi. Á morgun leika þeir í fyrstu umferð aðal mótsins gegn Dönunum Peter Mörk og Niklas Hoff. Magnús Ingi og Tryggvi Nielsen sigruðu þá Peter og Niklas á Iceland Express International í nóvember. Það er vonandi að Magnús Ingi og Daniel finni sama taktinn á morgun og nái einnig að sigra Danina.

Magnús Ingi leikur einnig í tvenndarleik á morgun ásamt systur sinni Tinnu. Þá hefur Ragna Ingólfsdóttir keppni í einliðaleik kvenna þar sem hún mætir spænsku stúlkunni Bing Xing Xu.

Smellið hér til að skoða niðurröðun, tímasetningar og úrslit Swedish International Stockholm.

Skrifað 24. janúar, 2008
ALS