Elsa og Broddi hafa lokiđ keppni á HM öldunga

Elsa mætti í undanúrslitum Pernillie Strøm frá Danmörku í dag á HM öldunga í Svíþjóð. Elsa keppir í aldursflokki 40. Elsa tapaði fyrri lotunni naumlega 19-21 og þeirri seinni 14-21 og lauk þar með keppni eftir frábært gengi á þessu heimsmeistaramóti.

Broddi keppti einnig í undanúrslitum í dag í flokki 50. Þá mætti hann Wen-Sung Chang frá Tævan (Chinese Taipei) sem er raðað númer tvö inn í greinina. Broddi leiddi leikinn framan af fyrri lotunni en endaði á að tapa henni 15-21. Chang leiddi seinni lotuna og vann hana 21-12. Broddi hefur því einnig lokið keppni.

Virkilega góður árangur hjá Elsu og Brodda.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á Heimsmeistaramóti öldunga.

Skrifađ 25. september, 2015
mg