Kári keppir í Kólombíu

Kári Gunnarsson keppir nú á Alþjóðlega kolombíska mótinu í Medellin í Kolombíu. Hann fór beint inn í aðalkeppnina í einliðaleik karla.

Hann mætti í fyrstu umferð Harrison Cardenas frá Kolombíu og vann hann örugglega 21-4 og 21-5.

Í annarri umferð mætir hann Martin Giuffre frá Kanada en honum er raðað númer þrjú inn í greinina og hann er í 97. sæti heimslistans. Kári er í 287. sæti listans.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á Alþjóðlega kolombíska mótinu.

Skrifađ 25. september, 2015
mg