Elsa og Broddi áfram á sigurbraut í Svíţjóđ

Elsa mætti í átta manna úrslitum í flokki 40 Michaela Mayer frá Þýskalandi en henni er raðað númer þrjú inn í greinina. Elsa fór létt með þennan leik og leiddi fyrri lotuna með yfirburðum 21-10. Seinni lotunni stjórnaði Elsa líka og vann hana 21-13. Hún mætir í undanúrslitum Pernillie Strøm frá Danmörku en hún sló út Reni Hassan frá Búlgaríu sem var raðað númer tvö inn í greinina.

Broddi keppti einnig í átta manna úrslitum í flokki 50. Hann atti kappi við Geir Olve Storvik frá Noregi. Broddi leiddi leikinn allan tímann og vann örugglega 21-13 og 21-18. Með því er hann kominn í undanúrslit sem eru á morgun. Þá mætir hann Wen-Sung Chang frá Tævan (Chinese Taipei) sem er raðað númer tvö inn í greinina.

Broddi og Þorsteinn Páll mættu svo í tvíliðaleik í flokki 50 í átta liða úrslitum Morten Christensen og Martin Qvist Olesen frá Danmörku en þeim er raðað númer eitt inn í greinina. Á brattann var því að sækja hjá okkar mönnum sem töpuðu fyrstu lotunni 13-21 og þeirri seinni 14-21. Þeir hafa því lokið keppni í tvíliðaleik.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Skrifađ 24. september, 2015
mg