Elsa, Broddi og Ţorsteinn komin í átta liđa úrslit

Elsa og Tryggvi Nielsen lutu í lægra haldi fyrir Tommy Sörensen og Lisbeth T. Haagensen frá Danmörku á HM öldunga í morgun. Þau töpuðu í tveimur lotum 12-21 og 9-21 en Dönunum var raðað númer 5 inn í greinina.

Elsa keppti jafnframt við Maria Jonsson frá Svíþjóð í 16 manna úrslitum í einliðaleik í flokki 40. Elsa vann örugglega 21-13 og 21-13. Hún er því komin í átta manna úrslit, sem fara fram á morgun, og mætir í þeim Michaela Mayer frá Þýskalandi en henni er raðað númer þrjú inn í greinina.

Broddi mætti í 16 manna úrslitum Klaus Buschbeck frá Þýskalandi. Hann vann leikinn örugglega í tveimur lotum 21-9 og 21-14. Hann er því kominn í átta manna úrslit rétt eins og Elsa og mætir í þeim Geir Olve Storvik frá Noregi.

Broddi og Þorsteinn Páll mættu svo í tvíliðaleik í flokki 50 Thomas Bunn og Michael Schneider frá Þýskalandi. Broddi og Þorsteinn unnu, í þessum 16 liða úrslitum, 21-12 og 21-15. Þeir mæta í átta liða úrslitum Morten Christensen og Martin Qvist Olesen frá Danmörku en þeim er raðað númer eitt inn í greinina.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Skrifađ 23. september, 2015
mg