Broddi, Elsa, Tryggvi og Þorsteinn komin áfram

Heimsmeistaramót öldunga hélt áfram í Helsingborg í Svíþjóð í dag.

Í einliðaleik í flokki 45 vann tapaði Indriði Björnsson fyrir Kiran Vinayakrao Makode frá Indlandi 14-21 og 6-21 og hefur með því lokið keppi í einliðaleik.

Þorsteinn Páll Hængsson mætti Dananum Martin Qvist Oiesen en honum er raðað númer eitt inn í flokkinn. Þorsteinn tapaði 8-21 og 5-21. Broddi Kristjánsson vann í sama flokki Minoru Ueji frá Japan 21-12 og 22-20. Broddi er því kominn í 16 manna úrslit og mætir í þeim á morgun, miðvikudag, Klaus Buschbeck frá Þýskalandi.

Broddi og Þorsteinn Páll kepptu gegn Patrick Perrault og Fabrice Vallet frá Frakklandi í tvíliðaleik í flokki 50. Broddi og Þorsteinn unnu 21-19 og 21-8 og eru því komnir í þriðju umferð þar sem þeir sátu hjá í fyrstu umferð.

Indriði Björnsson og Sævar Ström kepptu í tvíliðaleik í flokki 35 gegn Roy Rouwhorst og Alex Van Gent frá Hollandi. Indriði og Sævar töpuðu 21-11 og 21-11. Með því hafa Indriði og Sævar lokið keppni í mótinu.

Síðsti leikur dagsins hjá íslensku keppendunum var tvíliðaleikur Elsu Nielsen og Vigdísar Ásgeirsdóttur í flokki 35. Þær mættu Atsuko Matsuguma og Rie Matsumoto frá Japan. Elsa og Vigdís töpuðu 16-21 og 22-20. Vigdís hefur því lokið keppni á mótinu.

Næstu leikir íslensku keppendanna eru á morgun, miðvikudag.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á Heimsmeistaramótinu.

Skrifað 22. september, 2015
mg