Gott gengi íslensku keppendanna í Svíţjóđ í dag

Gengi íslensku keppendanna á HM öldunga í Svíþjóð í dag hefur verið mjög gott.

Í einliðaleik í flokki 40 burstaði Elsa Nielsen andstæðing sinn frá Indlandi, Dipika Mehta, 21-4 og 21-2. Hún mætir í annarri umferð Maria Jonsson frá Svíþjóð.

Í einliðaleik í flokki 45 vann Indriði Björnsson vann Rafal Bogdanski frá Póllandi eftir oddalotu 18-21, 21-17 og 21-19 og mætir í næsta leik Kiran Vinayakrao Makode frá Indlandi.

Þorsteinn Páll Hængsson vann í flokki 50 Timothy J Moore frá Englandi 21-19 og 21-15. Þorsteinn mætir í næstu umferð Martin Qvist Oiesen frá Danmörku en honum er raðað númer eitt inn í flokkinn. Broddi Kristjánsson vann í sama flokki Victor Medvedev frá Rússlandi 21-12 og 21-13. Í næstu umferð mætir Broddi Minoru Ueji frá Japan.

Njörður Ludvigsson og Tryggvi Nielsen kepptu tvíliðaleik í flokki 35 gegn Naruenart Chuaymak og Apichai Thirarat Sakul frá Tælandi. Njörður og Tryggvi töpuðu eftir oddalotu 23-21, 15-21 og 16-21 og eru því úr leik.
Tryggvi og Elsa Nielsen kepptu í tvenndarleik í flokki 35. Þau mættu í dag Mohankumar Ponnusamy og Navya Nallam frá Indlandi. Tryggvi og Elsa unnu örugglega 21-6 og 21-10. Þau mæta í annarri umferð Tommy Sörensen og Lisbeth T. Haagensen frá Danmörku en þeim er raðað númer fimm inn í flokkinn.

Næstu leikir íslensku keppendanna eru á morgun, þriðjudag.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á Heimsmeistaramótinu.

Skrifađ 21. september, 2015
mg