Fimm ur­u ■refaldir ReykjavÝkurmeistarar

Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR um helgina. Mótið er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista.
Fimm keppendur, Jón Hrafn Barkarson TBR (U13), Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR (U13), Brynjar Már Ellertsson ÍA (U15), Þórunn Eylands TBR (U17) og Kristófer Darri Finnsson TBR (U19), unnu það afrek að verða þrefaldir Reykjavíkurmeistarar, í einliðaleik, tvíliðaleik og í tvenndarleik.

Þrefaldur Reykjavíkurmeistari 2015 - Þórunn EylandsÞrefaldur Reykjavíkurmeistari 2015 - Júlíana Karitas JóhannsdóttirÞrefaldur Reykjavíkurmeistari 2015 - Kristófer Darri FinnssonÞrefaldur Reykjavíkurmeistari 2015 - Jón Hrafn BarkarsonÞrefaldur Reykjavíkurmeistari 2015 - Brynjar Már Ellertsson

Þrír einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Andrea Nilsdóttir TBR (U15) í einliða- og tvíliðaleik, Daníel Ísak Steinarsson TBR (U17) í einliða- og tvíliðaleik og Einar Sverrisson TBR (U17) í tvíliða- og tvenndarleik.
Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru:
Í tvíliðaleik: Magnús Daði Eyjólfsson KR (U15), Lív Karlsdóttir TBR (U15), Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA (U17), Margrét Nilsdóttir TBR (U19) og Davíð Bjarni Björnsson TBR (U19).
Í tvenndarleik: Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS (U15).
Úrslit leikja á Reykjavíkurmóti unglinga má nálgast með því að smella hér.

 

Skrifa­ 20. september, 2015
mg