Átta íslenskir keppendur á Heimsmeistaramóti öldunga

Átta íslenskir keppendur keppa á Heimsmeistaramóti öldunga sem fer fram í Helsingborg í Svíþjóð á næstu dögum. Keppnin hefst á sunnudaginn. Keppt er í aldursflokkum 35 - 70.

Í flokki 35 keppir Sævar Ström í einliðaleik. Í tvíliðaleik karla keppa Njörður Ludvigsson og Tryggvi Nielsen annars vegnar og Sævar Ström og Indriði Björnsson hins vegar. Í tvíliðaleik kvenna keppa Elsa Nielsen og Vigdís Ásgeirsdóttir. Í tvenndarleik keppa Elsa Nielsen og Tryggvi Nielsen annars vegar og Sævar Ström og Vigdís Ásgeirsdóttir hins vegar.

Í flokki 40 keppir Elsa Nielsen í einliðaleik.

Í flokki 45 keppir Indriði Björnsson í einliðaleik.

Í flokki 50 keppa Broddi Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson í einliðaleik og þeir keppa jafnframt saman í tvíliðaleik. Broddi hampaði heimsmeistaratitli á heimsmeistaramóti öldunga árið 2009 í flokki 50.

Fyrstu leikir íslenskra keppenda er tvenndarleikur Tryggva og Elsu en þau mæta í fyrstu umferð Jukka Rantanen og Anne-Mari Kallio frá Finnlandi á sunnudagsmorguninn. Sævar og Vigdís mæta þá Esben B. Kæmpegaard og Helle Kæmpegaard frá Danmörku.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Heimsmeistaramóti öldunga.

Skrifað 18. september, 2015
mg