VŠrl°se 2 vann Liller°d au­veldlega

Tinna Helgadóttir spilar í vetur með Værløse 2 en liðið spilar í fyrstu deildinni í Danmörku. Liðið mætti Lillerød í fyrsta leik vetrarins. Værløse 2 vann 10-3.

Tinna spilaði annan tvenndarleik og annan tvíliðaleik kvenna fyrir lið sitt.

Tvenndarleikinn spilaði hún með Rene Mattisson gegn Nicklas Engholt og Louise Eriksson. Tinna og Mattisson unnu 21-15 og 21-16. Tvíliðaleikinn lék Tinna með Anna Thea Madsen gegn Sara Runesten Hansen og Laura Vana. Tinna og Madsen unnu 21-17 og 21-17.

Værløse2 vann einnig fyrsta tvenndarleik, báða einliðaleiki kvenna, þriðja og fjórða einliðaleik karla, fyrsta tvíliðaleik kvenna og fyrsta og annan tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Værløse2 og Lillerød.

Næsti leikur Værløse2 er gegn KMB2010 mánudaginn 21. september.

Skrifa­ 9. september, 2015
mg