Magnús Ingi spilar með Drive 2

Magnús Ingi Helgason spilar í vetur með Drive2 sem spilar í Danmerkurseríunni, riðli þrjú. Liðið mætti í fyrsta leik sínum liði Næstved og burstaði 13-0.

Magnús Ingi lék tvo leiki fyrir lið sitt, fyrsta tvenndarleik og annan tvíliðaleik karla.

Tvenndarleikinn lék hann með Pernille Lindorff Jensen en þau unnu Oliver Piper og Simone Ulstrup 21-9 og 21-13. Tvíliðaleikinn lék Magnús með Michael Ihde gegn Casper Mørch og Steffen Hansen. Magnús og Ihde unnu 21-15 og 21-13.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit Drive2 og Næstved.

Næsti leikur liðsins er gegn Herlufsholm laugardaginn 19. September.

Skrifað 11. september, 2015
mg