Kári spilar vel í Mexíkó

Kári Gunnarsson keppir nú á Alþjóðlega mexíkóska mótinu í Cancun í Mexíkó. Hann fór beint inn í aðalkeppni einliðaleiks karla en forkeppnin fór fram í gær.

Í fyrsta leik mætti Kári Andres Ramirez frá Mexíkó og vann hann auðveldlega 21-7 og 21-10.

Hann mætti síðan í annarri umferð Ygor Coelho Oliveira frá Brasilíu en honum er raðað númer sjö inn í einliðaleik karla og er númer 66 á heimslista. Kári átti mjög góðan leik á móti honum og tapaði eftir oddalotu 18-21, 21-16 og 15-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Alþjóðlega mexíkóska mótinu.

Kári keppir næst á Alþjóðlega komombíska mótinu sem hefst 23. september.

Skrifađ 10. september, 2015
mg