Nýr heimslisti - Ragna stendur í stað

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) gaf út nýjan heimslista í dag en listinn er gefinn út vikulega á fimmtudögum.

Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir er sem fyrr í 53.sæti listans. Ekki hafa verið miklar hreyfingar á heimslistanum undanfarnar vikur og er þetta fimmta vikan í röð sem Ragna er í 53.sætinu. Ætla má að einhverjar breytingar verði í kjölfar þátttöku Rögnu á sænska opna sem fram fer nú um helgina og opna íranska mótinu sem fer fram 2.-5.febrúar næstkomandi.

Smellið hér til að skoða heimslista BWF.

Skrifað 24. janúar, 2008
ALS