Kári kominn í ađalkeppnina í Guatemala

Kári Gunnarsson lék sinn fyrsta leik á Alþjóðlega mótinu í Guatemala áðan.

Hann leikur í forkeppni einliðaleiks karla. Í fyrstu umferð mætti hann Christopher Alexander Martinez Salvador frá Guatemala. Kári vann örugglega 21-12 og 21-11.

Í annarri umferð mætti hann Brandon Samayoa, einnig frá Guatemala. Kári vann þann leik eftir oddalotu 21-10, 19-21 og 22-20.

Hann hefur því unnið sig inn í aðalkeppnina. Þar mætir hann á morgun Misha Silberman frá Ísrael en honum er raðað númer tvö inn í keppnina.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Alþjóðlega mótinu í Guatemala.

Skrifađ 2. september, 2015
mg