Kári ćfir af kappi í Mexíkó

Kári Gunnarsson er nú búsettur í Mexikó, í Monterrey, en þar æfir hann badminton af kappi. Hann er búsettur í Ólympíumiðstöð með öðrum íþróttamönnum og æfir með Ramon Garrido frá Mexíkó og Ernesto Velazquez frá Spáni. Báðir eru Íslendingum kunnugir en þeir hafa keppt hérlendis á Iceland International og Velazquez keppti einnig hér í forkeppni EM í nóvember síðastliðnum.

 

Kári Gunnarsson á Evrópuleikunum 2015

 

Kári mun keppa töluvert á alþjóðlegum mótum í vetur og stefnir á að komast hærra á heimslistanum og reyna með því að öðlast keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó sumarið 2016.

Mót sem Kári mun taka þátt í á komandi keppnistímabili og fram að jólum eru í Guatemala, Mexíkó, Kólumbíu, Chile, Brasilíu, Puerto Rica, á Florida, LA og Mexíkó.

Það verður gaman að fylgjast með Kára sem er fjórfaldur Íslandsmeistari í einliðaleik karla.

Skrifađ 18. ágúst, 2015
mg