Þjálfaranámskeið - Kenneth Larsen og Claus Poulsen

Helgina 11. - 13. september mun Badmintonsamband Íslands standa fyrir þjálfaranámskeiði. Kennarar á námskeiðinu verða þeir Kenneth Larsen og Claus Poulsen.

Kenneth Larsen er fyrrum landsliðsþjálfari Danmerkur og Íslands í badminton og kennir við Háskólann í Álaborg. Claus Poulsen er fyrrum unglingalandsliðsþjálfari Dana og hann kennir einnig við Háskólann í Álaborg. Þeir hafa nýverið þróað APP fyrir snallsíma og tölvur með badmintonæfingum.

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
Föstudagur 11. september
18:00 Fyrirlestur - taktík í tvíliða- og tvenndarleik
19:20 Tvíliða- og tvenndarleiksþjálfun - taktík / U15

Laugardagur 12. september
9:00 - 10:00 Fyrirlestur - taktík í tvíliða- og tvenndarleik og þjálfun
10:00 - 11:30 Tvíliða- og tvenndarleiksþjálfun - taktík / U17

13:00 - 15:00 Tvíliða- og tvenndarleiksþjálfun - taktík / U19 og A-lið

Sunnudagur 13. september
10:00 - 14:00 Þjálfun þjálfara í að segja til á mótum. Kenneth og Claus segja þjálfurum sem voru á námskeiðinu til á Haustmóti KR.

Skráning á námskeiðið er hafin en verð er 15.000,-

Innifalið er námskeið föstudagskvöld 11. september og laugardag 12. september.
Claus og Kenneth munu svo vera á Haustmóti KR sunnudaginn 13. september og hjálpa þjálfurum sem mæta á námskeiðið að coacha á því móti.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda póst til netfangsins bsi@badminton.is

Skrifað 17. ágúst, 2015
mg