Chen Long og Carolina Marin heimsmeistarar í einliðaleik

Heimsmeistaramótinu í badminton var að ljúka í Indónesíu en mótið stóð yfir frá 10. - 16. ágúst.

Í einliðaleik kvenna mætti Spánverjinn Carolina Marin Saina Newhal frá Indlandi og vann hana í tveimur lotum 21-16 og 21-19. Marin var röðuð númer 1 og Newhal var röðuð númer 2.
Chen Long frá Kína vann Lee Chong Wei frá Malasíu 21-14 og 21-17. Long var raðaður númer 1 en Wei var ekki raðaður að þessu sinni.

Í tvíliðaleik karla mættu Mohammed Ahsan og Hendra Setiawan frá Indónesíu þeim Liu Xiaolong og Qiu Zihan frá Kína. Leikurinn endaði 21-17 og 21-14 þeim Indónesísku í vil. Ashan og Setiawan voru raðaðir númer 3 en Xiaolong og Zihan númer 9.

Í tvíliðaleik kvenna mættust Tian Qing og Zhao Yunlei frá Kína og dönsku stöllurnar Christinna Pedersen og KamillaRytter Juhl. Leikurinn endaði 23-25, 21-8 og 21-15 Qing og Yunlei í vil. Qing og Yunlei voru raðaðar númer 5 en Pedersen og Rytter Juhl númer 4.

Heimsmeistarar í tvenndarleik eru Zhang Nan og Zhao Yunlei en þau mættu í úrslitum Liu Cheng og Bao Yixin og unnu 21-17 og 21-11. Bæði pörin eru frá Kína. Nan og Yunlei voru röðuð númer 1 en Cheng og Yixin númer 4.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit heimsmeistaramótsins.

Skrifað 16. ágúst, 2015
mg