TBR-ingar á faraldsfæti

Jóhann Kjartansson þjálfari og nítján ungir TBR-ingar eru nú staddir í Rödby á Lálandi í Danmörku þar sem hópurinn tekur þátt í unglingamótinu RBK Forza Cup.

Í mótinu er leikið í U17 og U19 aldursflokkunum. Auk TBR-inganna taka leikmenn frá 17 félögum í Danmörku þátt í mótinu. Leikið er í þriggja til fjögurra manna riðlum í einliðaleik en hrein útsláttarkeppni er í tvíliða- og tvenndarleikjum.

Smellið hér til að skoða heimasíðu Rödby Badmintonklub sem heldur mótið og smellið hér til að skoða niðurröðun mótsins.

Það verður spennandi að sjá hvernig krökkunum gengur gegn dönskum jafnöldum sínum.

Skrifað 26. janúar, 2008
ALS