Nordic Camp æfingabúðirnar hefjast á morgun

Nordic Camp æfingabúðirnar hefjast á Akranesi á morgun, miðvikudag. Þátttakendur koma frá öllum Norðurlöndum en sex eru valdir frá hverju Norðurlandi til að taka þátt í búðunum, allir úr aldurshópi U15.

Íslensku þátttakendurnir eru Andri Broddason TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andrea Nilsdóttir TBR, Erna Katrín Pétursdóttir TBR og Halla María Gústavsdóttir BH. Þjálfarar frá öllum löndunum taka þátt í þjálfaranámskeiði sem fer fram meðfram búðunum. Fyrir Íslands hönd taka þátt Hrund Guðmundsdóttir Hamri, Irena Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR.

Yfirþjálfari er James Barclay frá Englandi.

Dagskrá búðanna er stíf en æft er frá klukkan 9 á morgnanna til 21:30 á kvöldin með matarhléum inn á milli. Búðirnar standa fram á sunnudag.

 

Skrifað 4. ágúst, 2015
mg