Evrópusumarskólinn hefst á laugardaginn

Í kvöld leggja íslensku þátttakendurnir af stað í Sumarskóla evrópska badmintonsambandsins, Badminton Europe Summersvhool, sem verður að þessu sinni haldinn í Slóveníu. Skólinn hefst laugardaginn 11. júlí og stendur í viku. Þátttakendur fyrir Íslands hönd eru Jóhannes Orri Ólafsson KR, Kristinn Breki Hauksson Aftureldingu, Símon Orri Jóhannsson ÍA og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Fararstjóri er Irena Rut Jónsdóttir ÍA.

Alls taka 45 leikmenn þátt í skólanum frá löndum víðs vegar um Evrópu. 22 þjálfarar fara á þjálfaranámskeið á meðan skólinn er í gangi.

Hægt er að fylgjast með fréttum úr skólanum á heimasíðu Badminton Europe, www.badmintoneurope.com.

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar um Sumaskólann. 

Skrifađ 9. júlí, 2015
mg