Kári og Sara luku keppni í dag á Evrópuleikunum

Í dag léku Kári og Sara sína þriðju og síðustu leiki á Evrópuleikunum.

Kári lék gegn Jarolim Vicen frá Slóveníu og vann 21-17 og 21-12. Kári endaði því í þriðja sæti riðilsins en tveir fara upp úr hverjum riðli í úrsláttarkeppni. Kári er í 393. sæti heimslistans en Vicen er í 155. sæti listans.

„Ég spilaði vel í dag á móti Slóvakanum" sagði Kári. „Af því að úthaldið er ekki alveg eins og það á að vera vegna þess að ég var veikur rétt fyrir leikana þá var mjög mikilvægt fyrir mig að spila eftir góðri taktík. Mér tókst að mestu leiti að spila rólega og yfirvegað og nota réttu tækifærin til að sækja. Ég vissi líka að það væri þess vegna langbest fyrir mig ef mér tækist að klára leikinn í tveimur lótum og hafa rallyin ekki allt og löng. Það tókst þangað til í lok leiksins þegar staðan var orðin 19-12 fyrir mér og þá áttum við lengsta rally sem ég hef spilað á þessu móti - boltinn fór yfir netið 47 sinnum. Sem betur fer vann ég rallyið og leikinn."

Sara keppti við finnsku stúlkuna Airi Mikkela og tapaði 11-21 og 16-21. Sara lenti því líka í þriðja sæti riðilsins. Mikkela vann einliðaleik kvenna í Iceland International mótinu árið 2014. Hún er í 125. sæti heimslistans. Sara er í 394. sæti heimslistans.Saga segir þetta: "Keppnisaðstaðan er mjög góð og veðrið er til fyrirmyndar. Mér er búið að ganga ágætlega að spila hérna. Í dag keppti ég á móti Airi Mikkela frá Finnlandi. Ég átti í smá vandræðum í fyrri lotunni með að halda hraða og lengd. Í seinni lotunni komst ég betur í gang og spilaði mjög vel á köflum. Ég var nokkuð sátt með leikinn en fannst ég þó eiga meira inni, þetta fer bara allt í reynslubankann. Frábær upplifun að spila á svona stóru móti og ég er ánægð með að hafa unnið einn leik."

Útsláttarkeppnin í einliðaleik hefst á morgun með 16 manna úrslitum. Smellið hér til að sjá hverjir keppa í útsláttarkeppninni í einliðaleik karla og smellið hér til að sjá hverjir keppa í úrsláttarkeppninni í einliðaleik kvenna.

 

Evrópuleikarnir í Baku 2015. Kári, Sara og Árni Þór

 

Mjög heitt er í Baku í dag en þar var 38 stiga hiti.

Skrifađ 24. júní, 2015
mg