Leikir dagsins í Evrópukeppninni

Kári lék annan leik sinn á Evrópuleikunum í dag gegn Eetu Heino frá Finnlandi. Leikurinn var spennandi og endaði með sigri þess finnska eftir oddalotu 19-21, 21-10 og 13-21. Kári á því einn leik eftir í riðlinum, á morgun gegn Jarolim Vicen frá Slóvakíu.

Kári hafði þetta að segja um leikinn í dag:
„Það var fínt spil hjá mér í fyrri og annarri lotunni. Svekkjandi að ég hafi ekki tekið fyrstu lotuna en það var mjög jafnt allan tímann og í endanum vann hann 21-19. Það voru dæmdar tvær sendivillur á mig í fyrri lotunni sem ég var alls ekki sáttur með. Seinni lotuna stjórnaði ég fullkomlega frá byrjun en mér tókst að stjórna netinu og las höggin hans vel. Í oddinum komst ég yfir 4-1 en eftir nokkur rally var ég alveg sprunginn og gat eiginlega ekkert hreyft mig eftir það. Ég er búinn að vera lasinn tvær vikur rétt fyrir mótið og þess vegna er þolið því miður ekki eins og það á að vera."

Sara keppti einnig sinn annan leik áðan gegn geysisterkri danskri stúlku, Anna Thea Madsen, en henni var raðað númer fimm inn í keppnina. Sara tapaði 9-21 og 8-21. Seinasti leikur Söru í riðlinum er á morgun gegn Airi Mikkela frá Finnlandi.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í badmintonkeppni Evrópuleikanna.

Skrifađ 23. júní, 2015
mg