Sigur og tap á Evrópuleikunum

Badmintonkeppni Evrópuleikana hófst í morgun. Leikmenn frá 32 ríkjum Evrópu hafa unnið sér inn þátttökurétt. Kári Gunnarsson og Sara Högnadóttir keppa bæði í einliðaleik á leikunum.

Evrópuleikar í BAKU - merkiEvrópuleikarnir í BAKU 2015, Kári Gunnarsson, Sara Högnadóttir og Árni Þór Hallgrímsson

Sara lék fyrsta leik sinn gegn Fiorella Marie Sadowski frá Möltu og vann örugglega 21-17 og 21-13. Smellið hér til að sjá allt um leik Söru og Sadowski. Sara keppir á morgun við Anna Thea MADSEN frá Danmörku. Þriðji leikur Söru er á miðvikudaginn gegn Airi Mikkela frá Finnlandi.

Kári lék gegn Vladimir Malkov frá Rússlandi í fyrsta leik sínum. Kári tapaði viðureigninni 14-21 og 12-21. Smellið hér til að sjá allt um leik Kára og Malkov. Á morgun mætir Kári Eetu Heino frá Finnlandi og á miðvikudaginn keppir hann við Jorolim Vicen frá Slóvakíu.

Smellið hér til að sjá önnur úrslit dagsins á Evrópuleikunum.

Skrifađ 22. júní, 2015
mg