Helgi velur hˇpinn til GrŠnlands

Helgi Jóhannesson unglingalandsliðsþjálfari Badmintonsambandsins hefur valið hópinn sem fer í æfingabúðir til Grænlands í ágúst. Æfingabúðirnar fara fram í Narsarsuaq dagana 10. - 16. ágúst og munu þátttakendur koma frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Æfingabúðirnar eru fyrir aldurshópana U13 til U17. Þessar æfingabúðir, sem nefnast North Atlantic Camp, eru nú haldnar í sjöunda sinn.

Íslenska hópinn skipa Gústav Nilsson TBR, Lív Karlsdóttir TBR, Davíð Örn Harðarson ÍA, Una Hrund Örvar BH, Einar Sverrisson TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Daníel Ísak Steinarsson TBR og Þórunn Eylands TBR.

Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað.  Tveir þjálfarar fara á námskeiðið frá Íslandi, Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson. Þau verða jafnframt fararstjórar íslenska hópsins.

Skrifa­ 26. maÝ, 2015
mg