Kári tók ţátt í spćnska mótinu

Kári Gunnarsson tók þátt í forkeppni Alþjóðlega spænska mótsins nú í morgun. Hann keppti í fyrsta leik á móti Jordy Hilbink frá Hollandi en hann hefur keppt á Iceland International undanfarin ár.

Hilbink var raðað númer 16 inn í forkeppnina og hann er í 177. sæti heimslistans. Kári tapaði fyrir honum 12-21 og 13-21 og lauk þar með þátttöku í mótinu. Kári er númer 397 á heimslista.

Kári mun næst keppa á fyrstu Evrópuleikunum sem verða í Baku í Azerbajan í júní. Sara Högnadóttir vann sér einnig inn þátttökurétt á þeim leikum. Smellið hér til að lesa meira um Evrópuleikana.

Skrifađ 21. maí, 2015
mg