Ísland vann Ísrael 3-1

Landslið Íslands keppti síðasta leik sinn á Sudirman Cup, heimsmeistaramóti landsliða, gegn Ísrael í morgun og vann 3-1.

Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir unnu Pugach Alina og Ariel Shainski í tvenndarleik 21-18 og 22-20.

Kári Gunnarsson lék einliðaleik gegn Misha Zilberman og tapaði 8-21 og 12-21.

Margrét Jóhannsdóttir vann einliðaleik sinn gegn Dana Kugel 21-16 og 21-11.

Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson kepptu í tvíliðaleik gegn Ariel Shainski og Misha Zilberman og unnu 21-11 og 21-19.

 

A-landslið Íslands 2015

 

Með því unnu Íslendingar 3-1 og lentu því í þriðja sæti 4. deildar. Smellið hér til að sjá úrslit dagsins á Sudirman Cup 2015.

Í efstu deild eru Kína, Indónesía, Kórea og Japan komin í undanúrslit sem verða spiluð á morgun.

Hægt er að fylgjast með leikjum á heimsmeistaramótinu á Youtube rás Alþjóða badmintonsambandsins.

Skrifað 15. maí, 2015
mg