Tap gegn Filippseyjum 1-4

Ísland mætti Filippseyjum í öðrum leik sínum á Sudirman Cup 2015, heimsmeistaramóti landsliða, í dag. Ísland tapaði 1-4.

Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir spiluðu tvenndarleikinn gegn Ronel Estanislao og Thea Marie Pomar. Daníel og Rakel töpuðu 14-21 og 11-21.

Kári Gunnarsson var sá eini sem vann sinn leik en hann lék einliðaleik gegn Ros Leonard Pedrosa og vann 21-15 og 21-18.

Margrét Jóhannsdóttir spilaði einliðaleik gegn Airah Mae Nicole Albo og tapaði 13-21 og 11-21.

Tvíliðaleik karla léku fyrir Íslands hönd Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson gegn Peter Gabriel Magnaye og Paul Jefferson Vivas. Atli og Kári töpuðu 16-21 og 18-21.

Margrét Jóhannsdóttir og Rakel Jóhannesdóttir kepptu gegn Elanor Christine Inlayo og Alyssa Yasbel Leonardo í tvíliðaleik kvenna. Þær töpuðu 10-21 og 11-21.

Með því lauk leiknum með tapi Íslands 1-4. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í Sudirman Cup.

Eftir þennan dag er Ísland í öðru sæti riðilsins. Á morgun keppa Nigería og Filippseyjar. Þegar spili í riðlunum lýkur er keppt á milli riðla þannig að riðill 1A og 1B mætast, riðill 2A og 2B mætast og svo koll af kolli.

Skrifað 12. maí, 2015
mg