Peter Gade landsliđsţjálfari Frakklands

Peter Gade, fyrrum besti maður heims í badminton, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Frakklands.

Hann tekur við stöðunni þann 15. maí næstkomandi. Hann hefur verið ráðinn til fimm ára. Hans áætlun er að hvetja og þjálfa leikmenn andlega sem líkamlega.

Gade kom hingað til lands í fyrra á vegum Badmintonsambandsins en þá sá hann um æfingu fyrir unglingalandslið og var með fyrirlestur og kennslu fyrir þjálfara. Að auki var hann fyrirlesari á ráðstefnu í tengslum við RIG, Reykjavik International Games.

Gade, sem er 38 ára, er einn besti badmintonspilari allra tíma. Hann varð Evrópumeistari fimm sinnum og heimsmeistari fimm sinnum. Hann var á toppi heimslistans frá 1997-2001.

Skrifađ 28. apríl, 2015
mg