Chong Wei Lee í átta mánađa keppnisbann

Dómstóll Lyfjaeftirlits Alþjóðabadmintonsambandsins kom sama í Hollandi 11. apríl síðastliðinn. Þar var tekið fyrir mál Chong Wei Lee sem féll á lyfjaprófi sem tekið var á heimsmeistaramótinu í Danmörku í lok ágúst 2014.

Í ljós kom í máli Lee að hann hefði tekið fæðubótarefni um nokkurt skeið sem innihélt efni sem er á bannlista alþjóða lyfjaeftirlitsins.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um ásetning að ræða af hálfu Lee en samt sem áður hafi hann sýnd ábyrgðarleysi. Chong Wei Lee var dæmdur í 8 mánaða bann vegna þessa.

Hann hefur ekki keppt síðan í lok nóvember og telur bannið því frá þeim tíma.

Smellið hér til að lesa meira um málið.

Skrifađ 27. apríl, 2015
mg