TBR sigrađi í U13 og U15

Keppt var í U13 og U15 á Íslandsmóti unglingaliða í badminton í dag. Keppnin fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Mjög margir jafnir og skemmtilegir leikir voru spilaðir og gaman að sjá hvað það skapaðist mikil stemning í liðunum við að hvetja hvert annað áfram.
 
Í flokki U13A sigraði liðið TBR Þ en í öðru sæti var TBR Z. Í þriðja sæti var lið KR og í fjórða sæti lið BH. Liðin voru mjög jöfn því fimm af sex viðureignum í þessum flokki enduðu 3-2. Smellið hér til að skoða öll úrslit í flokknum.
 
Íslandsmeistarar í U13A - TBR Þ 
 
Í U15A sigraði liðið TBR Ö en í öðru sæti var TBR Æ. TBR Ö og TBR Æ spiluðu spennandi úrslitaleik um sigurinn sem TBR Ö sigraði naumlega 3-2. BH og ÍA spiluðu einnig spennandi leik um 3.sætið þar sem ÍA sigraði 3-2. Smellið hértil að skoða öll úrslit í flokknum. 
 
Íslandsmeistarar unglingaliða U15A - TBR Ö. 
 
Myndir af öllum liðum í keppninni má finna á Facebook síðu Badmintonsambands Íslands.

Skrifađ 26. apríl, 2015
ALS