BH og TBR sigruđu í U11

Í dag fór fram fyrri dagur Íslandsmóts unglingaliða í badminton en þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram. Keppni í flokki U11A og U11B fór fram í Strandgötu í Hafnarfirði. Keppt var í riðlum.

Í flokki U11A vann lið BH sem vann allar sínar viðureignir. Í öðru sæti urðu Samherjar, TBR í þriðja og ÍA í fjórða sæti.

 

Íslandsmeistarar unglingaliða í flokki U11A. BH.

 

Í flokki U11B vann TBR Y sem var drengjalið TBR í flokknum. Í öðru sæti varð TBR X sem var stúlknalið TBR, BH svartir urðu í þriðja sæti og BH bláir í fjórða sæti.

 

Íslandsmeistarar unglingaliða í flokki U11B. TBR-Y

Allir þátttakendur í U11 keppninni fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna eins og stefna ÍSÍ í barnaíþróttum segir til um. 

Á morgun fer fram keppni í flokkum U13 og U15.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins á Íslandsmóti unglingaliða.

Skrifađ 25. apríl, 2015
mg