Magnús Ingi úr í einliðaleik á Sænska opna

Alþjóðlega badmintonmótið Swedish International Stockholm hófst í Taby kl. 8 í morgun á undankeppni í einliðaleik karla.

Íslandsmeistarinn Magnús Ingi Helgason lék í fyrstu umferð undankeppninnar gegn sænska leikmanninum Gabriel Ulldahl og beið lægri hlut 11-21, 21-19 og 10-21. Gabriel er rúmlega þrjátíu sætum ofar á heimslistanum en Magnús Ingi og hefur tekið þáttt í mörgum alþjóðlegum mótum undanfarið. Magnús er þó ekki búin að ljúka endanlega keppni á mótinu því á morgun leikur hann tvenndarleik ásamt systur sinni Tinnu Helgadóttur. Þau komust beint inn í aðal mótið og þurfa því ekki að taka þátt í undankeppninni í dag.

Tinna leikur í undankeppni í einliðaleik kvenna um kl. 10 í dag. Þar mætir hún norsku stúlkunni Söru B. Kverno en þær stöllur eru á svipuðum slóðum á heimslistanum og því von á jöfnum leik.

Íslandsmeistarinn og nýkrýndur Íþróttamaður Reykjavíkur 2007, Ragna Ingólfsdóttir, hefur keppni á morgun í einliðaleik kvenna. Ragna er með fjórðu röðun á mótinu sem þýðir að líkur eru taldar á því að hún komist í undanúrslit. Í fyrstu umferð mætir hún leikmanni úr undankeppni mótsins sem leikin verður á fimmtudag. Mjög erfitt er að geta til um hver það verður sem Ragna mætir en Kristine Sefere frá Lettlandi er þó talin líklegust. Fyrsti leikur Rögnu fer fram kl. 12.00 á hádegi að íslenskum tíma á föstudag.

Smellið hér til að skoða niðurröðun, tímasetningar og úrslit Swedish International.

 

Magnús Ingi Helgason   

 

Skrifað 24. janúar, 2008
ALS