Íslandsmót unglingaliða er um helgina

Íslandsmót unglingaliða í badminton fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið. 16 lið frá 6 félögum taka þátt, BH, ÍA, KR, TBR, Samherjum og UMFS.

Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:

Laugardagur - U11A
kl.9:30 - Mæting
kl.10:00 - Fyrsta umferð U11A
kl.10:50 - Önnur umferð U11A
kl.11:40 - Þriðja umferð U11A
kl.12:30 - Áætluð mótslok og verðlaunaafhending

Laugardagur - U11B
kl.12:00 - Mæting
kl.12:30 - 1.umferð
kl.13:20 - 2.umferð
kl.14:10 - 3.umferð
kl.15:00 - Áætluð mótslok og verðlaunaafhending

Sunnudagur - U13A
kl.9:30 - Mæting
kl.10:00 - Fyrsta umferð
kl.12:00 - Önnur umferð
kl.14:00 - Þriðja umferð
kl.16:00 - Áætluð mótslok og verðlaunaafhending

Sunnudagur - U15A
kl.9:30 - Mæting
kl.10:00 - Fyrsta umferð
kl.12:00 - Önnur umferð
kl.14:00 - Þriðja umferð
kl.16:00 - Áætluð mótslok og verðlaunaafhending

Því miður var ekki næg skráning til að vera með keppni í U13B og U15B að þessu sinni en vonandi bætast þeir flokkar við á næsta ári.

Athugið að allar tímasetningar eru til viðmiðunar og gætu raskast eitthvað ef leikir eru óvenju langir. Smellið hér til að skoða niðurröðun og lista yfir leikmenn í hverju liði.

Í hverri viðureign tveggja liða eru spilaðir þrír einliðaleikir og tveir tvíliðaleikir. Þjálfarar aðstoða liðin við að stilla upp hver spilar hvað. Leikmenn skiptast á að telja og eru sérstaklega hvattir til að hvetja sitt lið áfram.

Skrifað 21. apríl, 2015
mg