Hópurinn valinn í Sumarskóla Badminton Europe

Helgi Jóhannesson unglingalandsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem fer í Sumarskóla Badminton Europe. Skólinn er árlegt verkefni á vegum Badminton Europe og fer að þessu sinni fram í Podcetrtek í Slóveníu dagana 11. - 18. júlí næstkomandi. Þetta er í 34. skipti sem skólinn er haldinn.

Hópinn skipa Atli Már Eyjólfsson KR, Jóhannes Orri Ólafsson KR, Kristinn Breki Hauksson Aftureldingu, Símon Orri Jóhannsson ÍA og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA.

Í fyrra tóku 54 leikmenn þátt frá 18 löndum.

Þjálfaranámskeið er haldið á sama tíma á vegum BE. Egill G. Guðlaugsson mun sitja námskeiðið og hann verður jafnframt fararstjóri íslenska hópsins.

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe.

Skrifađ 15. apríl, 2015
mg