Drífa og Tinna eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna

Elsa Nielsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR léku til úrslita í tvíliðaleik kvenna á Meistaramóti Íslands gegn Drífu Harðardóttur ÍA og Tinnu Helgadóttur TBR en Drífa og Tinna búa báðar í Danmörku og keppa í dönsku deildinni.

 

Tinna Helgadóttir og Drífa Harðardóttir Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna 2015

 

Drífa og Tinna unnu fyrri lotuna 21-16. Seinni lotuna unnu þær 22-20 og hömpuðu með því Íslandsmeistaratitli í tvíliðaleik kvenna 2015.

Myndir frá Meistaramót Íslands má finna á Facebook síðu Badmintonsambandsins.

Skrifað 12. apríl, 2015
mg