Kári Gunnarsson er Íslandsmeistari í einliđaleik

Kári Gunnarsson TBR er Íslandsmeistari í einliðaleik karla.

Hann vann andstæðing sinn, Egil G. Guðlaugsson ÍA í tveimur lotum 21-10 og 21-12. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Kára í einliðaleik og fjórða árið í röð sem hann vinnur Meistaramót Íslands.

 

Kári Gunnarsson Íslandsmeistari í einliðaleik 2015

 

Kári spilar einnig til úrslita í tvíliðaleik ásamt Atla Jóhannessyni gegn Daníel Thomsen, nýkrýndum Íslandsmeistara í tvenndarleik og Bjarka Stefánssyni TBR.

Skrifađ 12. apríl, 2015
mg