Daníel og Margrét eru Íslandsmeistarar í tvenndarleik

Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR eru Íslandsmeistarar í tvenndarleik.

Systkinin Magnús og Tinna voru með yfirhöndina alla fyrstu lotuna og unnu hana 21-16. Daníel og Margrét leiddu svo leikinn alla aðra lotuna og unnu hana 21-.18. Með því var leikurinn kominn í odd. Oddalotan var mjög jöfn allan tímann en eftir jafna stöðu 21-21 skoruðu Daníel og Margrét síðustu tvö stigin og unnu 23-21.

 

Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir Íslandsmeistarar í tvenndarleik

 

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill þeirra Daníels og Margrétar.

Margrét spilar einnig til úrslita í einliðaleik gegn Tinnu Helgadóttur og Daníel spilar til úrslita í tvíliðaleik með Bjarka Stefánssyni gegn Atla Jóhannessyni og Kára Gunnarssyni.

Skrifað 12. apríl, 2015
mg