Ragna ═■rˇttama­ur ReykjavÝkur 2007

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir var í kvöld kjörin Íþróttamaður Reykjavíkur 2007. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, veitti viðurkenninguna en það er stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur sem velur Íþróttamann Reykjavíkur ár hvert. Ragna náði mjög góðum árangri á árinu 2007 og er það mikill heiður fyrir hana að Íþróttabandalagið skuli veita henni þessa miklu viðurkenningu.

Tvisvar sinnum áður hefur badmintonmaður verið kjörinn Íþróttamaður Reykjavíkur en það var Broddi Kristjánsson sem var valinn árið 1993 og árið 1998. Íþróttamaður Reykjavíkur hefur verið kjörinn frá árinu 1979 og er þetta því í 29.skipti sem viðurkenningin er veitt. Smellið hér til að skoða lista yfir þá sem hafa verið kjörnir Íþróttamenn Reykjavíkur frá upphafi.

Árangur Rögnu á árinu 2007

Ragna náði þeim frábæra árangri á árinu að verða þrefaldur Íslandsmeistari í badminton en hún er sjötta konan í sögu badmintoníþróttarinn á Íslandi sem nær þeim árangri. Hún sigraði í einliðaleik kvenna fimmta árið í röð og í tvíliðaleik kvenna ásamt Katrínu Atladóttur annað árið í röð. Þá vann hún sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í tvenndarleik þar sem hún lék með Helga Jóhannessyni.

Þegar Ísland sigraði Evrópukeppni B-þjóða sem haldin var í Laugardalshöll í janúar var Ragna einn af burðarásum liðsins. Hún sigraði alla einliðaleiki sína á mótinu og alla tvíliðaleiki nema einn.

Þrátt fyrir að lenda í því mikla áfalli að slíta krossband um mitt ár tók Ragna þátt í átján alþjóðlegum mótum víðsvegar um heiminn á árinu 2007. Ótrúlegur dugnaður hennar og eljusemi við æfingar hefur skilað miklum árangri og gert henni kleift að æfa og spila af fullum krafti þrátt fyrir meiðslin.

Ragna vann tvö alþjóðleg mót á árinu í einliðaleik kvenna, Iceland Express International og Opna Ungverska badmintonmótið. Þá varð hún í öðru sæti á Victorian International í Ástralíu og komst í undanúrslit á tveimur öðrum alþjóðlegum mótum. Í tvíliðaleik kvenna sigraði hún á Iceland Express International ásamt Katrínu Atladóttur og varð í öðru sæti á alþjóðlegu móti á Kýpur ásamt Kati Tolmoff frá Eistlandi.

Á árinu 2007 komst Ragna hæðst í þrítugasta og sjöunda sæti Heimslistans og fjórtánda sæti Evrópulistans. Miðað við stöðu hennar á Heimslistanum í dag er líklegt að hún nái að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Samkvæmt nýjustu spá Badmintonsambands Evrópu eru einnig miklar líkur á því að hún nái að tryggja sér Ólympísæti. Það kemur þó ekki endanlega í ljós fyrr en 1.maí 2008.

Ragna Ingólfsdóttir Ragna Ingólfsdóttir Ragna Ingólfsdóttir

 

Skrifa­ 23. jan˙ar, 2008
ALS