Íslandsmeistarar í tvenndarleik í A- og B-flokki

Úrslitaleikir í tvenndarleik í A-, B-flokki voru að klárast á Meistaramóti Íslands 2015.

Í A-flokki mættu Iingólfur Ingólfsson og Sigrún Einarsdóttir TBR Jóni Sigurðssyni og Guðrúnu Björk Gunnarsdóttur TBR. Ingólfur og Sigrún unnu eftir oddalotu 18-21, 21-17 og 21-13.

Í B-flokki kepptu Bjarni Þór Sverrisson og Andrea Nilsdóttir TBR gegn Sigurði Eðvarð Ólafssyni og Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur BH. Sigurður og Eyrún unnu 21-16 og 21-14.

Íslandsmeistarar í tvenndarleik í A-flokki eru Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR.

Íslandsmeistarar í tvenndarleik í B-flokki eru Sigurður Eðvarð Ólafsson og Eyrún Björg Guðjónsdóttir BH.

Skrifað 12. apríl, 2015
mg