Íslandsmeistarar í tvíliðaleik í A- og B-flokki

Úrslit í tvíliðaleikjum í A- og B-flokki voru að klárast.

Í A-flokki karla mættust Davíð Phuong og Þorkell Ingi Eriksson TBR og Hans A. Hjartarson og Haraldur Guðmundsson TBR. Leikurinn fór í odd sem endaði með sigri Hans og Haraldur unnu og 21-17, 15-21 og 21-18.Í A-flokki kvenna mættu Sigrún Einarsdóttir og Guðríður Gísladóttir TBR Önnu Lilju Sigðurðardóttur og Sigrúnu Valsdóttur BH. Sigrún og Guðríður unnu 21-15 og 21-13.

Íslandsmeistarar í tvíiliðaleik karla í A-flokki eru Hans A. Hjartarson og Haraldur Guðmundsson TBR. Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna í A-flokki eru Sigrún Einarsdóttir og Guðríður Gísladóttir TBR.

Í B-flokki karla mættu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR Aroni Óttarssyni og Guðjóni Helga Auðunssyni TBR. Bjarni og Eysteinn unnu 21-17 og 21-17. Í B-flokki kepptu Andrea Nilsdóttir og Þórunn Eylands TBR við Ásthildi Dóru Kristjánsdóttur og Sigrúnu Marteinsdóttur TBR. Andrea og Þórunn unnu eftir oddalotu 21-15, 19-21 og 21-17.

Andrea Nilsdóttir og Þórunn Eylands eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla í B-flokki eru Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR.

Skrifað 12. apríl, 2015
mg