Íslandsmeistarar í einliðaleik í A- og B-flokkum

Úrslit í einliðaleik í A- og B-flokki fóru fram rétt í þessu á Meistaramóti Íslands.

Í A-flokki einliðaleik karla mættust Róbert Ingi Huldarsson BH og Davíð Phuong TBR. Róbert Ingi vann 21-18 og 21-16. Í kvennaflokki öttu Arna Karen Jóhannsdóttir TBR og Karitas Eva Jónsdóttir ÍA kappi. Arna Karen vann 21-11 og 21-14.

Íslandsmeistari í einliðaleik í A-flokki karla er Róbert Ingi Huldarsson BH. Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna er Arna Karen Jóhannsdóttir TBR.

Í B-flokki einliðaleik karla mættust Sigurður Eðvarð Ólafsson BH og Elvar Már Sturlaugsson ÍA og í kvennaflokki Andrea Nilsdóttir TBR og Þórunn Eylands TBR. Sigurður Eðvarð vann 21-13 og 21-10. Andrea vann eftir oddalotu 21-8, 14-21 og 21-14.

Íslandsmeistari í einliðaleik karla í B-flokki er Sigurður Eðvarð Ólafsson BH. Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna í B-flokki er Andrea Nilsdóttir TBR.

 

Skrifað 12. apríl, 2015
mg