Tinna ß m÷guleika ß a­ ver­a ■refaldur ═slandsmeistari

Í tvenndarleik í meistaraflokki mættust í undanúrslitum Magnús Ingi Helgason og Tinna Helgadóttir og Broddi Kristjánsson og Elsa Nielsen. Í hinum undanúrslitaleiknum spiluðu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir gegn Atla Jóhannessyni og Snjólaugu Jóhannsdóttur.

Magnús og Tinna höfðu yfirhöndina allan tímann í fyrri lotunni gegn Brodda og Elsu. Þau unnu fyrri lotuna 21-14. Í seinni lotunni voru Broddi og Elsa yfir allan tímann þar til staðan var 15-15. Þá var jafn á öllum stigum þar til Broddi og Elsa unnu 22-20 og leikurinn fór því í odd. Oddalotan var jöfn og spennandi og endaði með sigri Magnúsar og Tinnu 21-17.

Hinn leikurinn var jafn en í honum var, líkt og í mörgum öðrum undanúrslitaleikjum jafn á nánast öllum stigum í fyrstu lotu. Atli og Snjólaug unnu fyrstu lotuna 21-18. Í annarri lotu voru Daníel og Margrét yfir allan tímann og þau unnu þá lotu 21-13. Sá leikur fór því líka í odd sem endaði með sigri Daníels og Margrétar 21-17.

Magnús og Tinna mæta því í úrslitum Daníel og Margréti. Tinna hefur möguleika á að verða þrefaldur Íslandsmeistari líkt og hún varð í fyrra.

Skrifa­ 11. aprÝl, 2015
mg