Margrét og Tinna mætast í úrslitum á morgun

Í einliðaleik kvenna mætti Tinna Helgadóttir Snjólaugu Jóhannsdóttur og Margrét Jóhannsdóttir mætti Söru Högnadóttur.

Fyrri lotan hjá Tinnu og Snjólaugu var mjög jöfn og Snjólaug var yfir 20-19 en Tinnu tókst að ná yfirhöndinni og vann 24-22. Tinna hafði yfirhöndina alla seinni lotuna og vann hana 21-10.

Margrét vann fyrri lotuna gegn Söru örugglega 21-14 eftir að hafa verið með örugga forystu alla lotuna. Margrét vann líka seinni lotuna 21-10.

Margrét og Tinna mætast því í úrslitum einliðaleiks kvenna á morgun.

Skrifað 11. apríl, 2015
mg