Stjörnumótaröđ BSÍ - Óskarsmót KR

Á morgun fimmtudaginn 24.janúar fer fimmta mótið af níu á Stjörnumótaröð BSÍ 2007-2008 fram. Hér er um að ræða Óskarsmót KR. Að þessu sinni er aðeins keppt í einliðaleik en fyrir áramótin var keppt í tvíliða- og tvenndarleik á Óskarsmótinu. Mótið fer fram í KR heimilinu og hefst kl. 18.00. Áætlað er að keppni ljúki um kl. 23.30.

Í meistaraflokki karla eru bræðurnir Atli og Helgi Jóhannessynir eru með endaröðun en í meistaraflokki kvenna eru það Katrín Atladóttir og Karitas Ósk Ólafsdóttir sem eru með endaröðun. Smellið hér til að skoða niðurröðun mótsins og tímasetningar leikja. Smellið hér til að skoða upplýsingar um Stjörnumótaröð BSÍ og upplýsingar um stöðu leikmanna á stigalista mótaraðarinnar.

Skrifađ 23. janúar, 2008
ALS