Egill og Kári mćtast í úrslitum einliđaleiks karla

Í meistaraflokki mættust Kári Gunnarsson og Kristófer Darri Finnsson annars vegar og Egill G. Guðlaugsson og Atli Jóhannesson hins vegar.

Atli hafði yfirhöndina í allri fyrri lotunni gegn Agli og vann hana örugglega 21-9. Í seinni lotunni var Egill með yfirhöndina endaði með sigri Egils 21-18 . Með því fór leikurinn í oddalotu sem var æsispenndandi og jöfn á nánast öllum stigum þar til Egill vann að lokum 21-19.

Kári vann fyrri lotuna sína einnig örugglega 21-9. Seinni lotan var einnig auðveld fyrir Kára sem vann hana auðveldlega 21-6. Egill og Kári mætast því í úrslitum í einleiðaleik karla.

Skrifađ 11. apríl, 2015
mg