Meistarasmót Íslands - spilað fram í úrslit í dag

Undanúrslitaleikir í A-, B-, Æðsta- og Heiðurflokki eru að klárast í TBR húsinu við Gnoðarvog. Margir leikir hafa verið jafnir og spennandi og mikið hefur verið um oddalotur á mótinu.

Á morgun verður leikið til úrslita í þessum flokkum og hefst keppni klukkan 10. Fyrst verður spilað til úrslita í einliðaleikjum, þá tvíliðaleikjum og loks tvenndarleikjum.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í dag í þessum flokkum.

Nú eru að hefjast undanúrslit í meistaraflokki.

Skrifað 11. apríl, 2015
mg